Engisprettu Ostakaka

75 g Smjör
1 1/4 bolli Hafrakex
4 msk Kakó
2 msk Sykur

Fylling:
600 g Rjómaostur
200 g Sykur
1/3 bolli grænt Creme de menthe ( líkjör )
3 tsk Creme de cacao ( líkjör )
3 Egg

150 g Súkkulaði, brætt
200 g Sýrður rjómi 10%

Blandið saman bræddu mjöri, kexmylsnu, kakó og sykri. Þrýstið í botninn og upp með brúnunum á klemmuformi 24 cm. í þvermál. Kælið vel.
Fylling: Hrærið rjómaostinn mjúkan með sykrinum. Bætið eggjunum í einu í einu, hrærið vel í á milli. Hrærið líkjörunum saman við. Hellið hrærunni yfir kexskelina. Bakið við 175° á neðstu rim í 40-45 mín..Kælið kökuna í allt að sólarhring.
Blandið saman súkkulaði og sýrðum rjóma . Kælið. Takið kökuna úr forminu og breiðið súkkulaðihræruna yfir kökuna.